Svona er eldhúsið hjá Taylor Swift

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Við vitum fátt skemmtilegra en að pæla í eldhúsum. Ekki síst þegar þau eru heima hjá öðru fólki og allra helst ef þau eru heima hjá einhverjum frægum. Eldhús segja nefnilega svo mikið um eigendur sína og því var það sannkölluð veisla á dögunum þegar heimildarmyndin um Taylor Swift, Miss Americana, kom inn á Netflix og við fengum að skyggnast inn í daglegt líf og hugarheim ungfrú Swift.

Og það var ýmislegt sem kom skemmtilega á óvart. Þá helst eldhúsið hennar því það verður seint sagt að hún aðhyllist naumhyggju í skreytingum.

Eldhúsið er yfirfullt af alls konar sniðugu dóti, svo mikill persónuleiki skín í gegn, og það er ekki séns að einhver annar en hún eigi heiðurinn af því.

Litagleði, veggfóður sem minnir á málverk eftir Van Gogh, myndir, límmiðar og litir úti um allt. Þetta eldhús er sannkölluð veisla. Eins og Taylor sjálf. Hvetjum ykkur til að kíkja á þessa mynd.

Ljósmynd/Skjáskot af Netflix
Taylor ásamt vinkonu sinni á heimili sínu.
Taylor ásamt vinkonu sinni á heimili sínu. Ljósmynd/Skjáskot af Netflix
Borðstofan er full af allskonar skemmtilegheitum.
Borðstofan er full af allskonar skemmtilegheitum. Ljósmynd/Skjáskot af Netflix
Kisa fékk að borða með.
Kisa fékk að borða með. Ljósmynd/Skjáskot af Netflix
mbl.is