Samvisku-bitar sem þú færð ekki nóg af

Ljósmynd/Colourbox

Heimagerðar múslístangir er saklaust millimál sem þú færð ekki samviskubit yfir að borða aðeins of mikið af. Sætan í þessum brjálæðislega góðu bitum kemur frá döðlum og hunangi. Hér getur þú skipt möndlunum út með t.d. hesli- eða valhnetum og þú ræður algjörlega hvort þú dýfir endanum í súkkulaði eða ekki.

Samvisku-bitar sem þú færð ekki nóg af (sirka 15 stk)

  • 150 g haframjöl
  • 150 g möndlur
  • 75 g sesamfræ
  • 50 g hörfræ
  • 50 g kókosmjöl
  • 150 g döðlur
  • 150 g fljótandi hunang
  • 45 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • 125 g rúsínur eða trönuber
  • 150 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C á blæstri.
  2. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og hellið haframjöli, möndlum, sesamfræjum, hörfræjum og kókosmjöli á plötuna. Ristið í ofni þar til hefur tekið lit í sirka 15 mínútur. Setjið þá hráefnin í skál.
  3. Maukið döðlurnar mjúkar og blandið þeim saman við hunang, smjör og salt í litlum potti. Bræðið saman á meðalhita. Hellið blöndunni saman við ristaða hráefnið og blandið vel saman. Bætið rúsínunum saman við.
  4. Hellið múslí-massanum í form (21x21 cm) klætt bökunarpappír. Bakið í 15 mínútur.
  5. Látið alveg kólna áður en þú skerð niður í passlegar stærðir, annars fellur blandan bara í sundur ef hún er ekki orðin alveg köld.
  6. Bræðið súkkulaði og dýfið stykkjunum þar ofan í – nóg að gera til helminga eða rétt á endann. Setjið í kæli á meðan súkkulaðið harðnar.
  7. Múslístangirnar endast í allt að tvær vikur í kæli, í lofttæmdu íláti.

Uppskrift: Frederikke Wærens

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert