Kökur sem slá öll met

Brúðartertur úr núðlum! Rétt upp hönd ef þetta er fyrir …
Brúðartertur úr núðlum! Rétt upp hönd ef þetta er fyrir þig. mbl.is/Tot Aw_Instagram

Fyrir ykkur sem eruð ekki mestu sætabrauðsbörnin og vitið hvernig er að mæta í veislur þar sem eingöngu sætar syndir eru á boðstólnum – þá er þetta kannski eitthvað fyrir ykkur.

Tertur eru oftar en ekki miðpunkturinn þegar kemur að desertinum í veislunni og fólk setur sig í stellingar með að smakka. Það á þó ekki við um alla.
Ýmsar tillögur hafa sprottið upp í gegnum árin með nýjar útfærslur af eftirréttum eða allt frá pizzasnúðum, ís, smákökum og mjólkurglasi eða húðuðum sykurpúðum. Í Indónesíu má finna bakarí sem sérhæfir sig í frekar sérstökum „kökubakstri“ – eða núðlukökum.

Fyrirtækið, sem heitir Tot Aw (stendur fyrir Totally Awesome), hefur varla undan við að útbúa tertur og þar á meðal brúðartertur, úr Mi Goreng eða núðlum eins og við þekkjum þær. Eigandi bakaríisins, sem eitt sinn átti kleinuhringjasjoppu — var stöðugt að reyna að finna út hvernig rekstur hann gæti fært sig út í, þegar hann fékk þessa hugmynd. Hugmyndin á sér bakgrunn frá barnæsku, þegar mamma hans fyllti nestisboxið með núðlum sem mótuðust sjálfkrafa í boxinu í ákveðið form.

Ein vinsælasta kakan sem Tot Aw býður upp á er tveggja hæða og inniheldur um 17 pakka af skyndinúðlum. Hægt er að velja um rifinn kjúkling á toppinn, kjötbollur eða jafnvel bráðinn ost svo eitthvað sé nefnt. Kakan sem nægir fyrir 8-10 manns kostar í kringum 1.300 krónur sem er gjöf en ekki gjald. Brúðartertur frá fyrirtækinu, sem eru í stærri kantinum, kosta þó örlítið meira.

Rétt upp hönd ef þú girnist kökur sem þessar!

Klassísk afmælisterta á tveimur hæðum, inniheldur um 17 núðlupakka.
Klassísk afmælisterta á tveimur hæðum, inniheldur um 17 núðlupakka. mbl.is/Tot Aw_Instagram
mbl.is/Tot Aw_Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert