Stóri pönnukökudagurinn nálgast

Hver elskar ekki pönnukökur? Pönnukökudagurinn er 25. febrúar og við …
Hver elskar ekki pönnukökur? Pönnukökudagurinn er 25. febrúar og við efumst ekki um að það verði slegið í nokkrar pönnsur í tilefni dagsins. mbl.is/Colourbox

Það er ekkert leyndarmál að við elskum pönnukökur eins og annað hvert mannsbarn. En hinn stóri pönnukökudagur nálgast óðfluga, 25. febrúar nk. En af hverju höldum við upp á daginn?

Pönnukökudagurinn er einnig þekktur undir nafninu „Shrove Tuesday“ og er ekki alltaf haldinn á föstum degi, heldur breytist ár hvert. Fer í raun allt eftir því hvenær páskarnir verða þar sem dagurinn fellur í sjöundu viku fyrir páska.

Pönnukökudagurinn er alltaf á þriðjudegi þar sem dagurinn markar upphaf föstunnar og páska. Kristnir menn hefja sína föstu í 40 daga daginn eftir pönnukökudaginn. Fastan á að hjálpa þeim að muna þann tíma sem Jesú varði í óbyggðum og nær hámarki á páskadag, 12. apríl.

Því hefur dagurinn verið haldinn til að njóta ríkra og feitra matvæla sem síðustu máltíðar í lengri tíma. Og þar koma pönnukökurnar inn í söguna. Undirstaðan í pönnukökum eru egg og mjólk, sem þótti gott að fylla magann af fyrir svefninn áður en fastan byrjaði. Eins þykir hráefnið í pönnukökunum tákna þær fjórar stoðir sem einkenna kristna trú. Eggin þykja skapandi, hveitið er máttarstólpi í mataræði mannsins, salt er tákn um heilnæmi og mjólkin fyrir hreinleika.

Þessi fjölskylda er mjög ánægð með pönnukökudeigið sitt.
Þessi fjölskylda er mjög ánægð með pönnukökudeigið sitt. mbl.is/Colourbox
mbl.is