Þetta drekkur Reese Witherspoon daglega

Hollywood leikkonan Reese Witherspoon hefur drukkið sama drykkinn í níu …
Hollywood leikkonan Reese Witherspoon hefur drukkið sama drykkinn í níu ár og segist þakka honum fyrir fallega húð. mbl.is/Evan Agostini/Invision/AP

Leyndardómurinn á bak við glóandi fallega húð Hollywood leikkonunnar Reese Witherspoon, er sáraeinföld. Hún hefur drukkið sama drykkinn daglega í níu ár og segist eiga honum allt að þakka.

Þetta drekkur Reese Witherspoon daglega (fyrir 2)

 • 2 romaine salathausar
 • ½ bolli spínat
 • ½ bolli kókosvatn
 • 1 banani
 • 1 epli
 • 1 pera
 • 1 sítróna
 • Sellerí (val)
 • Hnetusmjör (val)

Aðferð:

 1. Hráefnin skorin niður og sett í blandara - gætir þurft að gera helming í einu. 
 2. Hellið í brúsa eða stór glös og njótið.
Witherspoon birti nýverið myndband á Instagram sem sýnir hvernig hún …
Witherspoon birti nýverið myndband á Instagram sem sýnir hvernig hún blandar saman drykkinn. mbl.is/Instagram
mbl.is