Brjálæðislega gott guacamole með feta

Guacamole að hætti Hildar Rutar - ótrúlega ferskt og gott.
Guacamole að hætti Hildar Rutar - ótrúlega ferskt og gott. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef það er einhver sem kann að gera fullkomið guacamole þá er það Hildur Rut á Trendnet. En hún er betur þekkt fyrir að gefa út bókina Avocado sem kom út hér um árið við miklar vinsældir.

Brjálæðislega gott guacamole með feta

 • 2 avocado
 • 1/2 sítróna
 • 1/3-1/4 fetakubbur
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar
 • 1 chili
 • 1-2 msk blaðlaukur
 • 1 mangó, smátt skorið

Aðferð:

 1. Blanda saman avocado, sítrónusafa, fetaosti, ólífuolíu, salti og pipar í töfrasprota eða matvinnsluvél. Ef þið ætlið að gera gróft guacamole er betra að stappa innihaldsefnunum saman.
 2. Skerið mangó, chili og blaðlauk smátt og blandið saman með skeið.
 3. Berið fram með tortillaflögum eða öðru sem hugurinn girnist.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is