Borðaði 4.000 hitaeiningar á sex mínútum

Kyle Gibson bar sigur úr býtum í átkeppni sem haldin …
Kyle Gibson bar sigur úr býtum í átkeppni sem haldin var í Bretlandi um helgina. En hann borðaði 20 brauðsneiðar, 2,5 kíló af bökuðum baunum og drakk djús með - á einungis 6 mínútum og 39 sekúndum. mbl.is/SWNS.com

Um helgina var í fyrsta sinn haldin keppni í kappáti á bökuðum baunum ofan á brauð. Mögulega ein sóðalegasta átkeppni sem haldin hefur verið í Bretlandi til þessa.

Bakaðar baunir ofan á brauð eru einföld uppskrift, ef uppskrift má kalla. Manninn sem stóð að baki keppninni, Craig Harker, langaði að koma með átkeppni í breskt sjónvarp eins og tíðkast í Bandaríkjunum. Sjálfur sagðist Craig hafa prófað áskorunina nokkrum vikum fyrir sjálfa keppnina en einungis náð að raða í sig sex brauðsneiðum með baunum. Craig segist betri í að finna upp á áskorunum fyrir aðra en takast á við þær sjálfur.

Sigurvegarinn í keppninni, Kyle Gibson, borðaði hvorki meira né minna en 20 brauðsneiðar með 2,5 kg af bökuðum baunum og skolaði því niður með djúsi. Þessi máltíð samsvarar um 4.000 kaloríum á einungis sex mínútum og 39 sekúndum! Kyle hefur æft stíft fyrir keppnir sem þessa þar sem hann þjálfar magann í að innbyrða mikinn mat í einu. Það kostaði sjö pund að taka þátt í keppninni en Kyle hlaut 150 pund í verðlaun sem samsvarar um 26 þúsund íslenskum krónum.

Fleiri undankeppnir verða haldnar á komandi mánuðum þar sem keppendur halda áfram að safna stigum fram að lokakeppninni sjálfri í desember nk. Næsta keppni fer fram í ágústmánuði og þá þurfa keppendur að borða tíu ostborgara frá McDonalds. Því næst verður keppni í september þar sem kjúklinganaggar koma við sögu og peningaverðlaun upp á 175 þúsund krónur – en fólk alls staðar að úr heiminum er að sækja um þátttöku í þeirri keppni. Kannski einhver Íslendingur leynist í þeim hópi?

Keppandi í átkeppni helgarinnar.
Keppandi í átkeppni helgarinnar. mbl.is/SWNS.com
mbl.is/SWNS.com
mbl.is