Gætir þú torgað þessum hamborgara?

Gætir þú torgað hamborgara sem þessum?
Gætir þú torgað hamborgara sem þessum? mbl.is/ Farmer’s Boy Inn / SWNS

Það verður að segjast að við elskum „take-away“ og trúum því að við séum alls ekki ein þar á báti. En hvenær verður eitthvað of mikið? Það er í tilviki sem þessu sem máltækið „allt er gott í hófi“ á vel við.

Hér um ræðir stærsta „take-away“ sögunnar, eða í það minnsta í Bretlandi. Staðurinn The Farmer's Boy Inn býður gestum upp á hamborgara sem inniheldur tæplega 1,4 kg af kjöti og kallast The Big Ugly Burger. Borgarinn er hvorki meira né minna en 3.300 kalóríur, ef einhver er með hugann við slíkt.

Þú getur tekið þátt í keppni á staðnum þar sem þú borgar 30 pund fyrir borgarann en færð endurgreidd 20 pund ef þú nærð að klára matinn á innan við hálftíma. Að sögn talsmanns staðarins hafa tíu manns náð að klára máltíðina. Vaxtarræktarmaður nokkur frá Póllandi náði að torga tveimur borgurum og fékk sér líka eftirrétt, en engin kona hefur náð að klára máltíðina til þessa.

Það þarf að leggja inn pöntun fyrir hamborgaranum 48 tímum áður en þú vilt sækja, en máltíðinni fylgja franskar, salat og hrásalat.

Hamborgari sem inniheldur litlar 3.300 kalóríur.
Hamborgari sem inniheldur litlar 3.300 kalóríur. mbl.is/ Farmer’s Boy Inn / SWNS
mbl.is