Græjan sem vöffluunnendur verða að eignast

Krúttlegasta vöfflujárn síðari ára - sem mótar vöfflurnar þínar sem …
Krúttlegasta vöfflujárn síðari ára - sem mótar vöfflurnar þínar sem snjókorn. Mbl.is/Dash

Elskarðu vöfflur og elskarðu jólin? Þá er þetta vöfflujárn sem þú munt vilja eignast.

Hér er á ferðinni eitt krúttlegasta vöfflujárn síðari ára. Það mótar vöfflurnar þínar sem snjókorn eða piparkökukarla – annað járnið kemur í ljósbláum lit og hitt í rauðu. Járnið kostar litlar 1.400 krónur þar ytra, en samskonar járn fæst einnig hjá Crate & Barrel á nokkra hundraðkalla til viðbótar. Það er greinilegt að mini-útgáfa af vöfflujárnum er það sem er að trenda fyrir þessi jólin og við viljum vera með.

Mbl.is/Instagram
mbl.is