Svona gerir þú heimagert marsípan

Heimagert marsípan er bragðgott og auðvelt í framkvæmd.
Heimagert marsípan er bragðgott og auðvelt í framkvæmd. Mbl.is/Roberto Caruso

Það er mun auðveldara en við höldum að búa til okkar eigið marsípan fyrir jólin. Hér er uppskrift sem allir ættu að geta unnið eftir, og gert marsípan sem bragðast alls ekkert síður en búðarkeypt.

Svona gerir þú heimagert marsípan (um 250 g)

  • 1 dl vatn
  • 75 g reyrsykur
  • 250 g möndlur, muldar

Aðferð:

  1. Setjið sykur og vatn í pott og hitið (og hrærið) saman þar til sykurinn hefur leyst upp. Látið aðeins kólna.
  2. Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og saxið þær í 5-6 mínútur þar til þær verða að mjöli. Setjið þá 2-3 msk af sykurblöndunni saman við og látið vélina blanda þessu saman.
  3. Marsípanið á að vera „rakt“ en ekki klístrað. Rúllið marsípaninu í rúllu og pakkið inn í pappír.
  4. Geymið í kæli og notið hrátt eða í konfektgerð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert