Heilsu- og lífstílsdagar byrjaðir í Hagkaup

Fólk á norðlægum slóðum skortir oft D-vítamín.
Fólk á norðlægum slóðum skortir oft D-vítamín. Skjáskot Google

Eins og lesendur urðu varir við í morgun fylgdi glæsilegt sérblað með Morgunblaðinu sem er sneisafullt af tilboðum, fróðleik og leiðbeiningum um hvað best sé að borða og hvernig við eigum almennt að haga lífi okkar til að vera í sem bestu líkamlegu ásigkomulagi.

Á tilboðsdögunum verður gífurlegur fjöldi heilsuvara á tilboðum þannig að neytendur ættu að nýta sér þau eins og kostur. Auk þess er í blaðinu fróðleikur um virkni vítamína og fæðubótaefna, hvaða nýjungar séu í boði og með hverju sérfræðingar eru að mæla.

Það er því vel þess virði að kynna sér úrvalið og ekki síst tilboðin því það getur munað um minna.

Blaðið er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is