Nýjasta æðið í mat kemur á óvart

Nýjasta æðið eru maís-rif bökuð í ofni.
Nýjasta æðið eru maís-rif bökuð í ofni. Mbl.is/Monmackfood/TikTok

Margir deila feta-pasta uppskriftinni sem virðist vera það heitasta í eldhúsum landsins þessa dagana. En hér kynnum við alveg nýtt matartrend eða maís-rif.

Hún kallar sig Mon Mack á TikTok og kemur frá Ástralíu – en kona þessi deildi geggjaðri uppskrift sem inniheldur maísstöngla sem krefjast lítillar fyrirhafnar og tekur stutta stund að framreiða. Og útkoman verður stórkostlegt maís-rif til að narta í.

Stórkostleg maís-rif

 • Maísstönglar
 • Cumin
 • Malað kóríander
 • Sætt og reykt paprikukrydd
 • Turmeric
 • Hrein jógúrt
 • Salt og olía

Aðferð:

 1. Skerið endana af stönglunum og hitið í örbylgju í 30 sekúndur (með grænu blöðunum utan um).
 2. Hitaðu ofninn á 220°.
 3. Skerið stönglana í fjóra strimla.
 4. Blandið öllum kryddunum saman í skál. Setjið strimlana í stóra skál og dreifið olíu yfir. Hellið því næst kryddblöndunni yfir og blandið vel saman.
 5. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og eldið í 25-30 mínútur.
 6. Hellið smá hreinni jógúrt yfir sem dressingu og stráið jafnvel smá vorlauk yfir.
@monmackfood

Ok guys these are the real deal 🤤 FOLLOW for more easy recipes 🔥 #cookingvideo #tiktokfood #foodie #easyrecipes #cornonthecob

♬ Get High - Chet Faker
mbl.is