Opna veitingastað úti á Gróttu

Stefnt er að því að opna ítalskan veitingastað í Ráðagerði …
Stefnt er að því að opna ítalskan veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við bíðum spenntir og ætlum að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir,“ segir Gísli Björnsson veitingamaður.

Gísli áformar ásamt félögum sínum, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og Viktori Má Kristjánssyni, að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar. Hann segir að þeir félagar hafi lengi unnið saman, séu vanir veitingamenn og rekstraraðilar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík.

Ráðagerði var byggt á árunum 1880-1885 og er vestasta húsið á Seltjarnarnesi. Húsið hefur verið umdeilt en Seltjarnarnesbær keypti það í byrjun árs 2018 og horfði til menningar- og ferðatengdrar starfsemi. Bærinn seldi húsið svo á síðasta ári og er nú verið að kynna nýtt deiliskipulag sem leyfir breytta notkun þess.

„Við ætlum að bjóða upp á mat og drykk með ítölsku ívafi með áherslu á aperitivo-stemninguna sem hefur svo lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu. Boðið verður upp á ýmsa smárétti, eldbakaðar pítsur, tartine-samlokur og ýmislegt fleira spennandi. Markmiðið er að gera notalegan stað sem allir aldurshópar geta notið sín frá klukkan 9-23,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »