Mjólkar hestana sína oft á dag

Frank Sheppard er bóndi í Bretlandi sem mjólkar hryssurnar sínar …
Frank Sheppard er bóndi í Bretlandi sem mjólkar hryssurnar sínar og framleiðir heilsuvörur úr afurðinni. Mbl.is/ Tom Wren SWNS

Breskur bóndi framleiðir mögulega dýrustu mjólk heims, er hann mjólkar hryssurnar sínar þrisvar til fimm sinnum á dag og selur hálfan líter á 2.300 krónur íslenskar.

Frank Shellard rekur búskap í heimalandi sínu þar sem hann byrjaði á því sérstaka athæfi að mjólka hryssurnar sínar. Hann segist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa viljað finna lækningu á exemi dóttur sinnar. Hann er með fjórtán hryssur sem framleiða um 12-14 lítra á dag til að búa til mjólk, handaáburð og húðkrem. Frank segir hryssumjólkina sína vera mun sætari en venjulega mjólk og innihaldi lægra fituinnihald en kúamjólk. Hann segir að mjólkin hafi hjálpað dóttur hans við húðvandamál sem hún hefur glímt við frá tólf ára aldri, eða í tæp tuttugu ár. En dóttir hans starfar í dag á býlinu við mjaltir.

Mjólkin er ekki hugsuð í þeim tilgangi að koma í stað venjulegrar mjólkar sem keypt er út í búð. Heldur er heilsufarslegur ávinningur hennar það mikill að allir ættu að fella hana í eigið mataræði. Þannig ætti fólk að drekka hana sér til heilsubóta en ekki hella út á morgunkornið. Fransk segir jafnframt að mjólkin hafi hjálpað sér í baráttunni við hátt kólestról eftir að hann fékk heilablóðfall á síðasta ári. Eftir áfallið, drakk hann um einn lítra af mjólkinni á dag og um mánuði seinna hafði kólestrólið lækkað til muna.

Frank Shellard er eina býlið í Bretlandi sem framleiðir hrossamjólk í atvinnuskyni og sá eini í heiminum sem skráður er hjá Soil Association, sem þýðir að öll mjólkin sem framleidd er, sé 100% lífræn og án allra efna.

Frank segir hryssumjólkina sína vera mun sætari en venjulega mjólk …
Frank segir hryssumjólkina sína vera mun sætari en venjulega mjólk og innihaldi lægra fituinnihald en kúamjólk. Mbl.is/ Tom Wren SWNS
Frank framleiðir drekkanlega mjólk, handaáburð og húðkrem úr hryssumjólk.
Frank framleiðir drekkanlega mjólk, handaáburð og húðkrem úr hryssumjólk. Mbl.is/ Tom Wren SWNS
mbl.is

Bloggað um fréttina