Ljúffengt kremað kókos-dahl

Girnilegur vegan réttur frá Hildi Ómarsdóttur.
Girnilegur vegan réttur frá Hildi Ómarsdóttur. Mbl.is/Hildur Ómarsdóttir

Hér er girnilegur vegan réttur úr smiðju Hildar Ómarsdóttur – eða kremað kókos-dahl, borið fram með grjónum, hreinni jógúrt og þurrkuðum döðlum.

„Ég elska linsur! Þær eru ódýrar, ríkar af amínósýrum og fljótlegt að elda úr þeim. Það voru gerðir þættir sem sýndir voru á RÚV sem hétu einmitt „linsubaunir – framtíðarfæða“, mæli með að leita þá uppi og fræðast enn meira um linsubaunir,“ segir Hildur.

Ljúffengt kremað kókos-dahl

  • olía
  • 2 gulir laukar
  • 1 geiralaus hvítlaukur
  • 5 cm engiferbútur (ca 2 msk. smátt saxað)
  • 3 tsk. kóreanderfræ möluð í morteli (eða malaður kóreander)
  • 2 tsk. cumin
  • 1 msk. grænmetiskraftur/1 teningur
  • 1 msk. pataks madras spice paste
  • 1 lime (safinn)
  • 3 lárviðarlauf
  • 250 gr. rauðar lífrænar linsur frá rapunzel
  • 4 tómatar
  • 4 bollar vatn
  • 1 blue dragon kókosmjólk úr dós
  • salt – ca 1/2 tsk.

Meðlæti:

  • Basmati-hrísgrjón
  • Kúmenfræ
  • Hrein oatly jógúrt
  • Kóreander
  • Þurrkaðar döðlur

Aðferð:

  1. Steikið smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer í u.þ.b. 1 msk. af olíu, bætið svo við möluðum kóreanderfræjum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste, lime-safa, lárviðarlaufum og linsum. Blandið öllu vel saman og bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.
  2. Sjóðið basmati-grjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk. af kúmenfræjum út í pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).
  3. Berið kremaða kósos-dahlið fram með kúmengrjónum, hreinni oatly-jógúrt með smá cumin út í ásamt smátt söxuðum döðlum og ferskum kóreander.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert