VIPP stofnar matarklúbb

Eldhúsframleiðandinn Vipp hefur stofnað matarklúbb.
Eldhúsframleiðandinn Vipp hefur stofnað matarklúbb. Mbl.is/Anders Schønnemann

Einn flottasti eldhúsframleiðandinn, VIPP, hefur stofnað matarklúbb í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju í Kaupmannahöfn.

Ævintýrið hófst fyrir mörgum árum þegar Vipp kynnti sína fyrstu vöru; ruslatunnuna frægu. Næst bættust við borð, stólar, hillur, smávörur og að lokum eldhús sem hefur slegið í gegn.

Nýjasta viðbótin er matarklúbbur er kallast „Vipp Pencil Factory“, þar sem hæfileikaríkir matreiðslumenn mæta og hýsa svokallaða pop-up-kvöldverðarklúbba. Fyrstur til að ríða á vaðið er enginn annar en Riccardo Canella, fyrrum yfirkokkur á heimsþekkta veitingastaðnum NOMA.

Svo stórkostlega fallegt allt saman.
Svo stórkostlega fallegt allt saman. Mbl.is/Anders Schønnemann

Matarklúbburinn er staðsettur í gamalli byggingu sem áður hýsti blýantaverksmiðju. Hefur húsnæðinu verið breytt á einstakan hátt – en rýmið er 400 fermetrar sem nú þegar er byrjað að fyllast af kokkum hvaðanæva og svöngum gestum.

Staðurinn er í gamalli blýantaverksmiðju og það er innanhússhönnuðurinn Julie …
Staðurinn er í gamalli blýantaverksmiðju og það er innanhússhönnuðurinn Julie Cloos Mølsgaard sem á heiðurinn að breytingum gömlu verksmiðjunnar. Mbl.is/Anders Schønnemann

„Þetta er ekki veitingastaður en við bjóðum hæfileikaríkum matreiðslumönnum að elda kvöldverð. Þetta er heldur ekki næturklúbbur en við bjóðum hæfileikaríkum tónlistarmönnum að taka lagið. Þetta er heldur ekki sýningarsalur en við höfum boðið þekktum hönnuðum og listamönnum að skerpa á staðnum með Vipp-eldhúsi og húsgögnum. Og nú bjóðum við þér að bóka sæti við langborðið okkar,“ segir Kasper Egelund, forstjóri og þriðja kynslóð eigenda Vipp.

Mbl.is/Anders Schønnemann

Það er einstakur bakgarður við bygginguna sem gestir ganga inn um. Þar hafa fyrrum hlutar blýantaverksmiðjunnar verið fagurlega skreyttir í heimilislegum anda. Þegar inn er komið er miðja rýmisins hið nýja og glæsta V2-eldhús frá Vipp, sem breytir matargerðinni í hálfgerðan gjörning. Langborðið tekur um 26 manns í sæti og þar með í fremstu röð til að fylgjast með kokkunum starfa í eldhúsinu.

Mbl.is/Anders Schønnemann

Vipp Pencil Factory verður formlega kynnt á stærstu hönnunarhátið Dana, 3daysofdesign, þar sem opið verður fyrir almenning að koma og skoða – fimmtudaginn 16. september á Sturlasgade 12G frá 16 til 19, ef einhver matgæðingur frá Íslandi á þar leið fram hjá.

Mbl.is/Anders Schønnemann
Mbl.is/Anders Schønnemann
Mbl.is/Anders Schønnemann
Mbl.is/Anders Schønnemann
mbl.is