Áfengur sprauturjómi væntanlegur á markað í samstarfi við Cardi B

Cardi B
Cardi B

Hin eina sanna Cardi B hefur tilkynnt samstarf við fyrirtæki sem hyggst setja áfengi í sprauturjóma.

Rjóminn mun innihalda 10% vodka, koma í þremur bragðtegundum og er væntanlegur á markað vestanhafs í desember.

Cardi B hefur sem fyrir segir verið ráðinn talsmaður sprauturjómans og segist afar spennt fyrir samstarfinu enda mikill aðdándi sprauturjóma sem sé kynþokkafullur. Engum sögum fór þó af því hvernig Cardi B noti rjómann helst en við ætlum að giska á að það sé ekki ofan á hefðubundna súkkulaðiköku.

mbl.is