Kakódrykkurinn sem kveikir í þér

Ómótstæðilegur kakódrykkur.
Ómótstæðilegur kakódrykkur. Mbl.is/Bo bedre_©Redaktionen

Hér erum við ekki að vitna í drykk sem er það sterkur að þú brennir í þér bragðlaukana – heldur kveikir hann í þér af unaði við að smakka. Yndisaukandi kakódrykkur með mjúkri froðu.

Kakódrykkurinn sem kveikir í þér

2-3 glös

  • 2 msk. kakó (það sama og þú notar í bakstur)
  • 2 msk. sykur
  • 2 dl rjómi
  • mjólk
  • ísmolar

Aðferð:

  1. Hellið kakói og sykri saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Hellið rjómanum saman við og þeytið vel, þar til blandan er orðin ljósbrún og froðukennd. Hér er auðveldast að nota handþeytara.
  3. Setjið ísmola í glas og hellið mjólkinni yfir. Setjið því næst þeytta kakó-rjómann á toppinn og berið fram með röri.
mbl.is