Penn Badgley fékk skemmtilega köku

Penn Badgley er aðalleikari þáttaraðinnar YOU, sem notið hefur mikilla …
Penn Badgley er aðalleikari þáttaraðinnar YOU, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi. Mbl.is/ Jenny Anderson/Getty Images

Aðalleikarinn í vinsælu Netflix-þáttaröðunum „YOU“, Penn Badgley, fékk óvenju skemmtilega köku frá konunni sinni á afmælisdaginn.

Penn varð 35 ára nú á dögunum og hans ástkæra eiginkona lét útbúa fyrir hann köku sem myndaði tölustafina 3 og 5. Stafirnir voru skreyttir granateplakjörnum, makkarónum, blómum og ýmsum ávöxtum. Það sem vakti þó mestu athyglina voru ætar kökumyndir af Penn í hlutverki sínu sem raðmorðinginn Joe – þráhyggjufullur, og situr ofan á makkarónum.

Eiginkona hans birti myndir af kökunni á Instagram, þar sem hún segist vera hæstánægð að borða andlitið á manninum sínum.

Kakan sem Penn fékk í afmælisgjöf frá konunni sinni.
Kakan sem Penn fékk í afmælisgjöf frá konunni sinni. Mbl.is/Domino Kirk Badgley/Instagram
Penn Badgley og Victoria Pedretti í þáttaröðinni You.
Penn Badgley og Victoria Pedretti í þáttaröðinni You. Mbl.is/John P. Fleenor/Netflix
mbl.is