Lakkrísnýjung sem þú munt vilja smakka

Mjólk og hunang er nýjast viðbótin hjá Johan Bülow.
Mjólk og hunang er nýjast viðbótin hjá Johan Bülow. Mbl.is/Johan Bülow

„Dekraðu við þig með mjólk og hunangi“ – segir í fréttatilkynningu frá ókrýnda lakkrískónginum Johan Bülow og við leggjum við hlustir.

Hér um ræðir svokallaðan hægeldaðan lakkrís í splúnkunýrri viðbót í úrvalið sem fyrir er og mörg okkar þekkja vel. Hér er lakkrísinn unninn með lífrænu hunangi, beint frá býli á danskri grundu. Mjúkt karamellubragð ásamt mjólkursúkkulaði og sjávarsaltflögum – tekur þig hálfpartinn með í ferðalag út í náttúruna með suðandi býflugum. Við fögnum alltaf nýjum viðbótum í lakkrísflóruna og viljum gjarnan fá að smakka þessa.

mbl.is