Einfalt en fullkomið millimál

Hrökkkex er frábært millimál og fullt af góðum fræjum.
Hrökkkex er frábært millimál og fullt af góðum fræjum. Mbl.is/Pinterest_ groedgrisen.dk

Hið fullkomna millimál ef þið spyrjið okkur! Hrökkkex stútfullt af góðum fræjum sem koma meltingunni af stað. Frábært til að grípa í á milli mála í amstri dagsins.

Einfalt en fullkomið millimál

 • 1 dl haframjöl
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl sesamfræ – bæði hvít og svört
 • 1 matskeið chiafræ
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 msk. salt
 • 50 g rúgmjöl
 • 175 g hveiti
 • 1 dl repjuolía
 • 1¾ til 2 dl vatn

Aðferð:

 1. Hrærið öllum hráefnum saman í skál.
 2. Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út með bökunarpappír undir og ofan á. Leggið því næst á bökunarplötu.
 3. Skerið hvorn deighluta í sirka 20 bita og bakið þar til gyllt og stökkt við 200° í 20 mínútur.
 4. Brjótið hrökkkexið í sundur og látið kólna á bökunarplötu.
mbl.is