Pastasalat á korteri

Svakalega gott pastasalat hér á borðum.
Svakalega gott pastasalat hér á borðum. mbl.is/Pinterest_micadeli.dk

Einfalt og gott! Það eru okkar einkunnarorð í dag, þegar tíminn er naumur og við viljum matinn á borðið á svo til engum tíma. Hér er pastasalat sem tekur enga stund að matreiða og bragðast ofsalega vel.

Pastasalat á korteri

 • 4 msk grænt pestó
 • 500 g pasta
 • 2 avókadó
 • fetaostur (magn eftir eigin vali)
 • kirsuberjatómatar (magn eftir egin vali)
 • handfylli af spínat
 • furuhnetur
 • salt og pipar
 • 4 msk sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Skerið niður avókadó og kirsuberjatómata og ristið furuhneturnar.
 3. Þegar pastað er tilbúið, blandið þá öllum hráefnum saman og saltið og piprið.
mbl.is