Megrunargosið sem breytti heiminum

TaB var vinsæll gosdrykkur hér á árum áður.
TaB var vinsæll gosdrykkur hér á árum áður. Mbl.is/Ramin Talaie_Getty Images

Það var í október árið 2020 sem Coca-Cola risinn, tilkynnti að fyrirtækið myndi endurmóta vörurnar sínar og hætta framleiðslu á ákveðnum vörum – þar á meðal drykknum TAB, megrunargosinu sem hefur verið í framleiðslu frá árinu 1963. En merking orðsins TaB stendur fyrir „Thin and beautiful“, eða „grönn og glæsileg“, svo ekki sé minna sagt.

Kerry Kopp, forstjóri Diet Coke í Norður-Ameríku, sagði í yfirlýsingu að ef það væri ekki fyrir TaB, þá væri eflaust ekki til neitt Diet Coke eða Coke Zero, þar sem TaB ruddi brautina fyrir sambærilega gosdrykki. En fyrirtæki þurfa stundum að taka erfiðar ákvarðanir og í þessu tilviki að hætta framleiðslu á gosdrykknum, og rýma til fyrir öðrum nýjungum. Salan á TaB hafði dregist saman frá blómaskeiði drykkjarins á sjöunda og áttunda áratugnum, sem hefur þó ekki stoppað hina allra hörðustu TaB aðdáendur – því til er svokölluð SaveTabSoda-nefnd, sem vinnur hörðum höndum að því að koma gosdrykknum aftur á kortið með undirskriftarlistum, auglýsingaskiltum og hinum ýmsu hópum á samfélagsmiðlum. En niðurstaðan virðist samt ekkert vera að fara breytast samkvæmt gosrisanum – eða hvað?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert