Hversu lengi endist koffín í líkamanum?

Drekkur þú mikið koffín yfir daginn?
Drekkur þú mikið koffín yfir daginn? mbl.is/Getty

Það eru  margir sem þurfa koffín til að komast í gegnum daginn, rétt eins og bílar þurfa eldsneyti. En hversu lengi endist koffínið í líkamanum?

Þú finnur örvandi efnið koffín, í drykkjum eins og kaffi, tei, gos- og orkudrykkjum. En skyndikaffi inniheldur að meðaltali um 60 mg af koffíni í hverjum bolla samkvæmt Drug Wise. Koffín hefur svokallaðan helmingunartíma í kringum fjórar til sex klukkustundir. Sem þýðir að líkaminn þinn mun vinna úr helmingi þess magns af koffíni sem þú neyttir á þeim tíma – því getur þú enn fundið fyrir áhrifum koffíns allt að sex klukkustundum eftir að þú hefur neytt þess. Þetta segir okkur að kaffibolli um kvöldmatarleytið getur vel haldið fyrir okkur vöku á miðnætti.

Þeir sem vilja komast í ró og hvílu eftir klukkan níu á kvöldin, ættu ekki að neyta koffíns eftir klukkan þrjú á daginn. Koffín getur þar að leiðandi valdið þreytu, með því að raska svefninum okkar og hvíldinni. Koffín getur einnig hindrað adenósin, efnið í líkamanum sem gerir okkur þreytt – og þá dettum við inn í hinn óvinsæla vítahring með svefninn. Svefnráðgjafar mæla með því að skipta yfir í koffínlausa drykki, eða minnka smátt og smátt koffíndrykkjuna ef það er að valda þreytu.

mbl.is