Snickers með færri hitaeiningum

Uppáhalds súkkulaðistykkin okkar í nýjum búning.
Uppáhalds súkkulaðistykkin okkar í nýjum búning. mbl.is/Mars Wrigley UK

Við erum að sjá eitt af okkar eftirlætis súkkulaðistykkjum í nýjum búning með mun færri kalóríum en við erum vön.

Súkkulaðirisinn Mars Wrigley í Bretlandi, kynnti nýverið súkkulaðistykki í þremur nýjum útgáfum sem innihalda færri hitaeiningar en venjulegu súkkulaðistykkin.

Nýja „Triple Treat“ línan verður fáanleg í fjórum útgáfum – sem Snickers, Mars, Galaxy og Bounty. Hvert og eitt stykki inniheldur 75% af ávöxtum og hnetum, mikið af trefjum og er að lokum dýft í mjólkursúkkulaði.

Virkilega spennandi og eflaust afskaplega gott snakk fyrir okkur nammigrísina sem viljum skera aðeins niður sykurinn.

mbl.is