Afmæliskaka í einum munnbita

mbl.is/Johan Bülow

Það er enginn sem stöðvar sjálfan lakkrískónginn Johan Bülow. Því nú færir hann okkur afmælisköku í kúluformi.

Afmæliskökur verða vart sniðugri en þetta. Bara þegar þig langar í einn bita en ekki heila sneið. Nýjasti lakkrísinn kallast Birthday Cake og smkkast alveg eins og Danir kjósa sínar kökur - með ávöxtum og skrautsykri. Hér má finna keim af rjóma, vanillu, jarðaberjum og ananas í bland við sætan lakkrísinn hulinn hvítu súkkulaði. Eða alveg að okkar skapi.

Lakkrís sem .eins og kaka.
Lakkrís sem .eins og kaka. mbl.is/Johan Bülow
mbl.is