Kardashian brúðartertan var rosaleg

Stórglæsileg!
Stórglæsileg! mbl.is/Travis Barker_Instagram

Það hefur vart farið framhjá neinum að Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig fyrir ekki svo löngu síðan. En hér má sjá mynd af stórkoslegri tertunni.

Kakan var hvít, marglaga og fagurlega skreytt – þá með hvítu skrautmunstri sem og rauðum rósum sem féllu varlega niður aðra hlið risastóru tertunnar. Og rétt eins og hver önnur brúðarterta, þá mátti sjá lítið brúðarpar skreyta topp kökunnar. En myndband birtist á Instagram þar sem sjá mátti Kourtney og Travis skellihlæjandi á meðan þau skáru kökuna fyrir framan vini og fjölskyldu. Það væri forvitnilegt að vita hvort einhver hér á landi skarti álíka köku í sínu brauðkaupi þetta sumarið.

mbl.is/Dani Michelle_Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert