Neyðarkall frá foreldrum á Akureyri

Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Flest börn elska kökuskraut eða spinkles eins og það kallast á enskunni hressu. Við foreldrarnir elskum hinsvegar minna allan þann viðbjóð sem er oft settur í skrautið fagra svo sem kemísk litarefni og sykur. Tobba Marinós hefur nú fundið leið til að börn geti útbúið sitt eigin meinholla kökuskraut á örfáum sekúndum með því að nota Litabomburnar sem hún og Katrín Amni settu á markað fyrir skemmstu. Bomburnar góðu seldust upp á mettíma en eru nú komnar aftur og einnig í Krónuna.

„Það er sturlað hvað þetta hefur gengið vel, og það kom hreinlega neyðarkall frá Akureyri því þar búa greinilega flippuðustu kokkar landsins,” segir Tobba en þær Katrín fengu símtal frá Hagkaup þar í bæ því stöðugt var spurt eftir Litabombunum þar.

Litabombur eru sum sé hylki sem innihalda ofurfæðuna rauðrófuduft, hveitigras, túrmerik og bláa spírúlínu og er hægt að lita nánast hvað sem er með þeim. Kokteila, baðvatn, smjörkrem, sódavatn eða jógúrt. Allir fjórir litirnir eru í hverju glasi.

„Ég elska hvað Akureyringar eru opnir fyrir nýjungum. Við sendum því auðvitað fljúgandi Einhyrning með kassa þangað svo að nú eru allir kokteilar og matarboð í öllum regnbogans litum þar í bæ, geri ég ráð fyrir. Já og auðvitað regnboga „sprinkles” á öllum borðum!”

Sykurlaust “sprinkles” á 1 mínútu 

  • 1 dl fíngert kókosmjöl
  • 2-3 litabombur af sama lit

Setjið kókosmjölið í krukku, opnið Litabomburnar og hellið innihaldinu í krukkuna og hristið vel.

Ef gera á fjólublátt kókosmjöl er best að opna 2 rauð hylki og 1 blátt og setja saman í krukku og hrista litina saman áður en kókosmjölinu er bætt við.

Ef þið viljið fá marglitt sprinkles er best að lita það í sitthvoru lagi og setja svo litaða kókosinn saman eftir litun.

Tobba Marínós og Katrín Amni
Tobba Marínós og Katrín Amni
mbl.is