Ný ilmsprey fyrir lúxusís á markað

Ilmir eru nú fáanlegir á ís og annan mat.
Ilmir eru nú fáanlegir á ís og annan mat. Mbl.is/Salt & Straw

Ísframleiðandi nokkur að nafni Salt & Straw, hefur gefið frá sér ætileg ilmvötn sem þú notar á matinn þinn.

Í mörg ár hefur Salt & Straw, reynt að hugsa út fyrir kassann með að bjóða upp á fleiri valmöguleika í brögðum, þá sérstaklega á ísinn sem þeir framleiða. Þeir ákváðu því að búa til sérstaka ilmi sem þú spreyjar á ísinn þinn til að bragðbæta og prófa eitthvað nýtt og útkoman eru þrjár ilmtegundir. Fyrsta er kölluð ‚A Cloud of Cocoa‘ – sem einkennist af keim af Ekvadorsúkkulaði, mjólkurhristingi og japönsku viskíi. Næsti kallast ‚A Swoon of Citrus‘ og síðast en ekki síst ‚A Plume of Blumes‘.

Mælst er með að spreyja fyrst í skálina sem ísinn fer í og síðan aftur yfir ísinn til að hámarka ilminn og bragðið. Jafnframt má blanda saman ilmunum ef fólk vill og þykir það spennandi valkostur. Fyrir áhugasama þá má nálgast bragðgóðu ilmina á heimasíðunni saltandstraw.com, og kostar hver flaska um 8.600 kr.

Mbl.is/Salt & Straw
Mbl.is/Salt & Straw
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert