Þetta máttu borða eftir síðasta söludag

Hvenær er matvara útrunnin?
Hvenær er matvara útrunnin? mbl.is/Getty

Stóra spurningin er oft hvaða matvörur við megum leggja okkur til munns eftir síðasta söludag? Hvenær er matvara útrunnin? Tæknilega séð ætti allur frosinn, þurrkaður og niðursoðinn matur að vera í lagi eftir síðasta söludag – en þó ber að hafa í huga að það sé ekki gulltryggt að maturinn smakkist eins.

  • Frosinn mat má vel borða eftir síðasta söludag, svo lengi sem maturinn hefur verið geymdur samkvæmt leiðbeiningum.
  • Egg eru í lagi í nokkra daga eftir síðasta söludag, best er þó að matreiða þau vel.
  • Samkvæmt síðunni TooGoodToGo, þá getur brauð enst í allt að tvær vikur eftir síðasta söludag sé það geymt í kæli. Mælt er með að brauðið sé þá betra í brauðristina.
  • Hvít hrísgrjón eru vel æt eftir setta dagsetningu svo lengi sem þau eru geymd í lofttæmdu íláti. Eins dugar pasta í allt að 24 mánuði eftir settan dag, hafi það verið geymt á þurrum og góðum stað.
  • Dósamatur á einnig að duga í 24 mánuði eftir síðasta söludag á meðan sósuflöskur eins og tómatsósa, getur enst í nokkra mánuði í kæli.
  • Edik og sojasósa ætti að endast í einhver ár!
  • Hnetusmjör getur enst lengi, sé það geymt á köldum og dimmum stað (þó ekki í ísskáp).
mbl.is