Svona keyrir Jana daginn í gang

Jana er matgæðingur út í fremstu fingurgóma.
Jana er matgæðingur út í fremstu fingurgóma. mbl.is/Mynd aðsend

Matgæðingurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð, færir okkur orkuskot með turmeric sem keyrir daginn í gang. Þessi blanda ætti að vera skylduskot alla morgna ef þið spyrjið okkur. 

Turmeric skot að hætti Jönu

  • 2 heilar appelsínur
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1,5 msk. turmeric (curcuma)
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 5 cm ferskt engifer
  • 1 líter af vatni
  • Smá hunang ef vill

Aðferð:

  1. Allt sett í blandara og hrært vel saman. 
  2. Geymist í viku inn í ísskáp. 
mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is