Varað við nýjasta TikTok-trendinu – sagt afar hættulegt

Ljósmynd/Skjáskot

Bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við nýjasta TikTok-æðinu sem nú tröllríður miðlinum. Um er að ræða uppskrift að svokölluðum svefnkjúlla eða Sleepy Chicken en þá er kjúklingabitinn marineraður upp úr flensumeðalinu NyQuill áður en hann er eldaður. Í sumum útgáfum er hann einnig eldaður upp úr meðalinu.

Um er að ræða gamlan brandara sem greinlega hefur farið út böndunum en eins og bandaríska lyfjaeftirlitið bendir á getur efnasamsetning lyfsins breyst við hitun og orðið hættuleg – jafnvel við innöndun.

TikTok hefur stigið inn í málið og fjarlægt öll myndbönd sem vísa til uppskriftarinnar (Sleepy Chicken og NyQuill Chicken) og sendu jafnframt frá sér yfirlýsingu um að þeir tækju uppákomur sem þessar afar alvarlega.

Þannig að ef þið sjáið krakkana ykkar með kjúkling og hóstasaft þá vitið þið hvað þau eru að bralla ...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert