Nýr vodki á markað sem skiptir litum

mbl.is/Au Vodka

Splúnkunýtt vodka og fyrsta sinnar tegundar sem skiptir litum. 

Drykkirnir verða meira spennandi en ella með vodkaframleiðandanum Au Vodka. Það er ekki einungis bragðið sem vekur athygli hér, því vodkinn breytir einnig um lit. Áfengið er í fyrstu blátt á litinn, en þegar þú blandar því - þá gerast töfrarnir og drykkurinn verður glitrandi fjólubleikur að lit. Vodkaflöskurnar sjálfar eru líka glæstar, eða langar og gylltar með lituðum tappa. Flaskan kostar um 5.700 krónur og fæst HÉR.

mbl.is/Au Vodka
mbl.is