Spennandi jólaleikur Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélagið hefur sett af stað skemmtilegan jólaleik sem gengur út á að bera fram grænmeti og/eða ávexti á jólalegan og nýstárlegan hátt.

Framsetning er frjáls en getur t.d. verið meðlæti á veisluborð, skemmtilega útlítandi matarbakki eða máltíð eða bara hvaðeina sem fólki dettur í hug.

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Nota má hvaða grænmeti, ávexti og ber sem er í uppröðunina. Til að festa hluti saman má nota grillprjóna og tannstöngla og hummus sem ,,lím“ eða til skreytinga.

Sendu mynd eða myndskeið af þínu framlagi ásamt lýsingu á innihaldi og aðferð á jol@krabb.is fyrir miðnætti 12. desember.

Krabbameinsfélagið áskilur sér rétt til að deila innsendum myndum á miðlum félagsins.

Úrslit verða kynnt 13. desember.

Vinningar verða veittir fyrir þrjár bestu útfærslurnar:

1.sæti: Gjafabréf frá Bónus að upphæð 40.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum

2. sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 20.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum

3.sæti: Gjafabréf frá Hagkaup að upphæð 10.000 þús og ávaxtakarfa frá Bönunum

Aukaverðlaun: Gjafabréf frá Lemon og fleirum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert