Fjögur guðdómlega falleg jólaborð

Það styttist í jólin! Ertu ákveðinn með borðskreytingarnar í ár?
Það styttist í jólin! Ertu ákveðinn með borðskreytingarnar í ár? mbl.is/imerco

Leitið ekki lengra til að fá innblástur í borðskreytingar í ár - því þessar fjórar útfærslur eru að slá öllu öðru við. 

Blá jól
Einn heitasti liturinn í ár er kóngablár - og hann er svo sannarlega velkominn á jólaborðið. Hér má blanda saman með djúprauðum lit sem gefur andstæðu en samt svo glæsilegt. Notist við gömlu jóladiskana og skreytið með bláu skrauti, blómum eða bláum glösum. 

mbl.is/imerco


Djarfa týpan
Þér er alveg óhætt að nota liti á jólunum - það er í raun orðið meira algengt að nota fullt af litum en ella. Það má nota einfaldan lit á dúk í grunninn og bæta svo við litum með matarstelli og öðru skrauti. Glimmerkúlur og litlir pakkar gefa líka skemmtilegan tón á veisluborðið. 

mbl.is/imerco

Hvítur vetrardraumur
Hvít jól? Það er stóra spurningin okkar þetta árið því við höfum ekki séð mikið af hvítu kornunum falla til jarðar þessi dægrin. En þá má skapa hvíta stemningu á jólaborðið sem kveikir ævintýralega drauma. 

mbl.is/imerco

Töfrandi jólastemning
Aðfangadagskvöld ættu alltaf að innihalda dass af töfrum og það má byrja á borðhaldinu. Prófið að skapa dýpt með hlýjum efnum, t.d. tauservíettum, kopar og kubbakertum. Eins má skreyta fyrir ofan matarborðið með grein úr skóginum sem þú skreytir að vild. 

mbl.is/imerco



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert