Innblásturinn broddmjólk íslenskra mjólkurkúa

Hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann standa að baki …
Hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann standa að baki fyrirtækinuj Jörth sem er nýstofnað og hefur það að markmiði að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann standa að baki fyrirtækinuj Jörth sem er nýstofnað og hefur það að markmiði að hjálpa fólki að bæta heilsu sína og líðan, bæði andlega og líkamlega, með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. Með stofnun fyrirtækisins tókst þeim hjónum að sameina sína ólíku menntun, reynslu og þekkingu á skemmtilegan og gefandi hátt.

Birna er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og og starfar sem gestarannsakandi við Harvard Medical School og Guðmundur Ármann er umhverfis- og rekstrarfræðingur. Birna og Guðmundur Ármann eru búsett á Eyrarbakka ásamt börnum sínum, þeim Emblu og Nóa, út við sjóinn þar sem íslenska náttúran gefur þeim ríkulegan innblástur í verkefni sem eru þeim hugleikin.

Jörth á sér langan aðdraganda

Birna hefur haft brennandi áhuga á heilsu frá unga aldri, bæði andlegri og líkamlegri og ekki síst samspili og tengingu þessara tveggja þátta út frá meltingarveginum. „Ég hef í tæp tuttugu ár helgað líf mitt rannsóknum og námi í heilbrigðisvísindum bæði á Íslandi og erlendis. Þarmaflóran hefur verið mitt meginrannsóknarefni allan þennan tíma og lengst af áður en umræða um þarmaflóruna var hafin,“ segir Birna.

Birna þekkir af eigin raun að vanta bætiefni fyrir líkama og sál. „Ég hef á þessum langa tíma samhliða verið með fyrirlestra og ráðgjöf. Á þeim vettvangi hef ég ítrekað veitt og verið beðin að veita ráðgjöf um bætiefni. Vissulega er margt gott í boði, en mig vantaði alltaf bætiefnið sem ég treysti og tengdi 100% við.“

Uppbygging og þróun á Jörth á þannig langan aðdraganda. „Á þessum uppvaxtartíma Jörth hef ég unnið að fjölda rannsókna, verið í samstarfi við færustu vísindamenn hérlendis og erlendis, hlustað á fólk sem er að takast á við heilsubrest og fólk sem vill efla og bæta heilsu sína. Allir þessir þættir hafa haft áhrif á uppbyggingu Jörth og þá vöru sem nú er komin á markað sem og á væntanlegar vörur,“ segir Birna glöð að loksins hafi draumur þeirra hjóna ræst að geta lagt sitt af mörkum.

Komust í broddmjólk kúa

Aðspurður segir Guðmundur að þau hafi lengi langað að vinna að sameiginlegu verkefni og innblásturinn komið þegar þau hafi skálað. „Við ræddum oft hugmyndir sem væri gaman að þróa og vinna að í sameiningu. Annað kastið komumst við í broddmjólk mjólkurkúa og þá var Birna fljót til að búa til ábrystir, en það er ekki mitt og mér fannst alltaf best að fá mér lítið glas og drekka broddmjólkina. Einn morguninn fyrir sex eða sjö árum, þegar við erum að skála í broddmjólk, segi ég við Birnu upp úr þurru: getum við ekki búið til vöru úr þessu og sett á markað? Eftir það var ekki til baka farið og þannig hófst okkar fyrsta sameiginlega verkefni á þessu sviði.

Þetta verkefni hefur sameinað á svo skemmtilegan hátt ólíka menntun okkar, reynslu og þekkingu. Birna vann kerfisbundna yfirlitsrannsókn við Surrey-háskóla í Bretlandi þar sem hún rannsakaði áhrif góðgerla gegn sýkingum og smitsjúkdómum í börnum og fullorðnum. Lauk námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum við Oxford-háskóla og er núna að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, en hluti af því námi fór fram á rannsóknarsetri við MassGeneral Hospital í Boston þar sem hún rannsakaði áhrif broddmjólkur á meltingarveg og taugakerfið (microbiota-gut-brain axis),“ segir Guðmundur, sem er menntaður rekstrarfræðingur og umhverfisfræðingur auk þess að hafa lokið námi í lífefldum landbúnaði. Reynslan og menntunin er sannarlega ólík en nýtist sérstaklega vel í því verkefni sem Jörth er og við þróun þess.

Þegar hjónin eru spurð út nafnið á fyrirtækinu og söguna bak við það stendur ekki á svörum. „Jörth er forn-íslenska og þýðir einfaldlega jörð. Jörth er í okkar huga traustvekjandi og fallegt íslenskt nafn sem við tengjum bæði sterkt við. Vörumerkið Jörth kjarnar vel áherslur okkar á gæði, hreinleika, umhverfismál og náttúrulega fágun,“ segja þau Birna og Guðmundur.

Jörth setti nýlega sína fyrstu vöru á markað, bætiefnið Abdom …
Jörth setti nýlega sína fyrstu vöru á markað, bætiefnið Abdom 1.0. Abdom er framleitt úr blöndu af broddmjólk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór tímamót með íslensku broddmjólkina

Hið stóra verkefni þeirra hjóna er svo auðvitað að koma með á markað bætiefnin sem bæta líkamlega líðan og eru góð fyrir þarmaflóruna. Jörth setti nýlega sína fyrstu vöru á markað, bætiefnið Abdom 1.0. „Abdom er framleitt úr blöndu af broddmjólk, sem búið er að sýra með mjólkursýrugerlum og frostþurrka, ásamt 19 tegundum af mikróhjúpuðum góðgerlum. Með Abdom eru tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem íslensk broddmjólk kemur á almennan neytendamarkað. Þetta er einnig fyrsta íslenska varan sem inniheldur míkróhjúpaða góðgerla. Góðgerlablandan, sem samanstendur af 19 tegundum góðgerla, er samsett og hönnuð af Birnu og byggir hún þar á nýjustu vísindarannsóknum bæði sínum eigin og þeirra sem fremstir eru á sviði rannsókna á góðgerlum og á þarmaflórunni,“ segir Guðmundur.

„Styrkleiki góðgerlanna er á meðal þess mesta sem er í boði á markaðnum, eða 50 milljarðar í hverjum skammti, auk þess að vera mikróhjúpaðir. Míkróhjúpun verndar góðgerlana og tryggir virkni. Míkróhjúpun er t.d. notuð til að stýra losun lyfja út í líkamann. Rannsóknir sýna að með mikróhjúpun góðgerlanna eru þeir verndaðir gegn magasýrum, ensímum og gallsýrum en tilgangur þeirra er að brjóta niður það sem á vegi þeirra verður. Með þessum hætti er virkni gerlanna hámörkuð,“ segir Birna.

Frumkvöðlavinnan vegferð og lærdómsrík

Það má með sanni segja að Birna og Guðmundur séu frumkvöðlar á sínu sviði. „Þessi frumkvöðlavinna hefur verið einstök vegferð og lærdómsrík. Broddmjólk hefur ekki áður verið sett á neytendavörumarkað. Við gerjum broddmjólkina, gerilsneyðum hana á lægri hita og lengri tíma til að tryggja eins vel gæði hráefnis og hægt er. Nýtum okkur frostþurrkun þar sem sú aðferð hámarkar gæði hráefnis. Við erum að sérblanda einstakt hráefni með sérstakri blöndu góðgerla sem eru sérblandaðir fyrir okkur í Bandaríkjunum og þar mikróhjúpaðir. Allt eru þetta þættir sem gera Abdom að einstakri vöru, ekki bara á Íslandi heldur á heimsmarkaði. Vegferðin og lærdómurinn er mikill.

Næsta vara Jörth kemur á markað í byrjun vetrar. „Þar verður áfram rudd ný braut og það sama á við um þriðju vöru Jörth. Það sér ekki fyrir endann á frumkvöðlavinnunni, en ávallt eru og verða í öndvægi vísindin, rannsóknir, gæði, virkni og umhverfismálin,“ segja hjónin Birna og Guðmundur og horfa björtum augum til framtíðarinnar.

Skiptir öllu máli hvað við borðum

Aðspurð segir Birna að það skipti öllu máli hvað við borðum. „Þar sem þarmaflóran nærist og dafnar á því sem við látum ofan í okkur. Þarmaflóran er okkar jarðvegur, staðurinn þar sem við ræktum heilsu okkar. Við borðum alla ævi, oft á dag. Það að byggja upp og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er langhlaup. Hér áður fyrr var neysla á gerjuðu mataræði margfalt meiri þar sem við vorum tilneydd til að sýra mat til að auka geymslutíma. Nú á dögum erum við með ísskáp og getum geymt ferskmeti lengur. Sýring matvæla eykur geymsluþol þar sem gerlarnir verja matvælin gegn vexti skaðlegra örvera, svona svipað og þær gera í þörmunum okkar,“ segir Birna.

Þegar við hönnuðum Abdom 1.0, þá var eitt af okkar markmiðum að setja vöru á markað sem á hentugan hátt getur meðal annars veitt okkur það sem við förum á mis við með breyttum geymsluaðferðum. Ég er sannfærð um að til að efla og viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu þurfum við að taka reglulega inn góðgerla af fjölbreyttum tegundum. Uppbygging og það að viðhalda góðri þarmaflóru er verkefni okkar alla daga,“ segir Birna að lokum.

Fyrir áhugasama þá eru vörur Jörth eingöngu seldar í gegnum heimasíðu Jörth, jorth.is.

Þar er einnig að finna ítarlegt fræðsluefni er varðar fyrirtækið, vísindin, vörur og almennan og sértækan fróðleik um þarmaflóruna, meltingarveginn og heilsutengd málefni í víðu samhengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert