Epísk ævintýri skýjum ofar

Uppskrift að góðum degi getur verið upplifun að ævintýralegu útsýni, …
Uppskrift að góðum degi getur verið upplifun að ævintýralegu útsýni, með lúxusveitingum í glæsilegu umhverfi og með kampavíni við hönd á Hótel Shangri-La The Shard í London. Samsett mynd

Við árbakka Thames árinnar í London er hið stórglæsilega Hótel Shangri-La the Shard. Veitingastaðurinn Tîng er staðsettur á 35. hæð hótelsins þar sem gestir geta notið þess að upplifa og horfa yfir bakka Thames árinnar og London samhliða því að njóta góðra veiga og rétta.

Dýrðlegt síðsdegiste og kælt kampavín með þetta glæsilega útsýni er …
Dýrðlegt síðsdegiste og kælt kampavín með þetta glæsilega útsýni er ekki amaleg upplifun. Skjáskot/Instagram

Síðdegiste upp í skýjum

Uppskrift að góðum degi, getur verið ævintýralegt útsýni, lúxusveitingar í glæsilegu umhverfi með kampavíni við hönd á 5 stjörnu lúxushóteli. Þú mætir í fyrir fram pantaðan tíma sem hægt er að bóka auðveldlega á netinu þar sem framundan er stórkostlegt síðdegiste. Í boði er úrval af ljúffengum fingrasamlokum, heitum nýbökuðum skonsum og sætmeti. Þarna er hægt að upplifa ógleymanlegt útsýni með kældu glasi af kampavíni við hönd.

Hvað er innifalið?

  • Kampavínseftirmiðdagste fyrir tvo á 5 stjörnu lúxushótelinu Shangri-La the Shard.
  • Glæsilegt umhverfi og góð þjónusta.
  • Víðáttumikið útsýni frá hæstu byggingu Bretlands.
  • Njóta matarins sem er á borð borinn.
  • Glas af kældu kampavíni.
Ævintýralegt útsýnið á 35.hæð veitingarstaðarins.
Ævintýralegt útsýnið á 35.hæð veitingarstaðarins. Skjáskot/Instagram
Einstök upplifun að njóta þess að vera með ljúffengar veigar …
Einstök upplifun að njóta þess að vera með ljúffengar veigar á þessum stað. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert