Frumskógur í hjarta Búdapest

Twentysix° Búdapest veitingastaðurinn á sér fáa líka.
Twentysix° Búdapest veitingastaðurinn á sér fáa líka. Samsett mynd

Gróðurblettir og uppsprettur eru fátíðir í eyðimörkum heimsins og auðvelt væri að halda því fram að það væri sennilega það síðasta sem þú gætir búist við að finna í þéttbyggðri mið-evrópskri höfuðborg. Twentysix° Búdapest veitingastaðurinn á sér fáa líka. Notaleg frumskógarstemning er í forgrunni inni í miðju þéttbýli og er veitingastaðurinn áhugaverður og skemmtilegur fyrir þær sakir að hægt er njóta máltíðar, frábærs kaffibolla eða jafnvel kokteils í fullkomnu Miðjarðarhafsloftslagi þar sem hitastigið er stöðugt 26°C. Á veturna geta heimamenn jafnt sem ferðamenn flúið dimma vetrardaga og fundið sig í notalegum borgar- frumskógi fullum af bananatrjám, gúmmíplöntum, pálmatrjám og alls kyns gróðri í hverju horni garðsins.

Twentysix° Búdapest veitingastaðurinn á sér fáa líka og býður upp …
Twentysix° Búdapest veitingastaðurinn á sér fáa líka og býður upp á notalega frumskógarstemning og 26°hita alla daga. Skjáskot/Instagram

Miðausturlensk matargerð

Twentysix° Búdapest er staður sem sækir innblástur sinn til Mið-Austurlanda og er staðsettur í hjarta Búdapest. Veitingastaðurinn státar af þægilegu andrúmslofti og heillandi innanhússhönnun, gróskumiklum gróðri og plöntum sem prýða veggi og loft. Staðsetningin er frábær, sem gerir staðinn aðgengilegan fyrir ferðamenn jafnt sem og heimamenn.

Réttirnir eru hver öðrum girnilegri.
Réttirnir eru hver öðrum girnilegri. Skjáskot/Instagram

Á matseðlinum eru fjölbreyttir réttir, þar á meðal kofta, hummus, linsubaunasúpa, steikur, geitaostur, ravioli og vegan gratíneruð paprika, svo fátt sé nefnt. Kokteilar eru hápunktur með valkostum eins og Espresso Martini og Matcha kokteilnum. Veitingastaðurinn býður einnig upp á lifandi tónlist valin kvöld, sem bætir heildarupplifunina. Twentysix° Budapest fínn veitingastaður sem býður upp á ljúffenga miðausturlenska matargerð í framandi umhverfi. Sjón er sögu ríkari.

Bláskel að matreidd með austurlensku ívafi gleður matargesti.
Bláskel að matreidd með austurlensku ívafi gleður matargesti. Skjáskot/Instagram
Morgunverðarréttirnir eru ótrúlega lokkandi og fanga bæði auga og munn.
Morgunverðarréttirnir eru ótrúlega lokkandi og fanga bæði auga og munn. Skjáskot/Instagram
Girnileg og matarmikilsalöt í suðrænni stemningu.
Girnileg og matarmikilsalöt í suðrænni stemningu. Skjáskot/Instagram
Fagurfræðin er í allri samsetningu réttana.
Fagurfræðin er í allri samsetningu réttana. Skjáskot/Instagram
Veitingastaðurinn státar af þægilegu andrúmslofti og heillandi innanhússhönnun, gróskumiklum gróðri …
Veitingastaðurinn státar af þægilegu andrúmslofti og heillandi innanhússhönnun, gróskumiklum gróðri og plöntum sem prýða veggi og loft. Skjáskot/Instagram
Boðið er upp á glæsilegan kokteilaseðil og gleðin er ávallt …
Boðið er upp á glæsilegan kokteilaseðil og gleðin er ávallt við völd á barnum. Skjáskot/Instagram
Barþjónarnir leika við hvern sinn fingur.
Barþjónarnir leika við hvern sinn fingur. Skjáskot/Instagram
mbl.is