Þetta er það fyrsta sem Herbert lætur ofan í sig á daginn

Herbert Guðmundsson, söngvari og tónlistarmaður, hefur lengi lagt það í vana sinn að huga vel að heilsunni. Gott mataræði og hóflega hreyfingu segir hann vera lykilinn að vellíðan sinni og hreysti en Herbert verður hvorki meira né minna en sjötugur á árinu og ber hann aldurinn einstaklega vel.

„Ég er nú yfirleitt ekki mjög lystugur á morgnana. Eftir ræktina fæ ég mér kaffi og reyni að drekka mikið vatn en það fyrsta sem ég fæ mér að borða á daginn er próteinsjeik,“ sagði Herbert í Dagmálum fyrr í vikunni. Þar ljóstraði hann uppskrift að sérlega bragðgóðum og saðsömum morgunverðarhristingi sem seðjar hann langt frameftir degi.

„Þetta gerir það að verkum að ég er bara góður fram að kvöldmat,“ sagði Herbert í meðfylgjandi myndskeiði.

Hér að neðan ber að líta lista af orkumiklum hráefnum sem Herbert blandar saman í sinn eftirlætis hristing:

Próteinhristingur Herberts

  • Súkkulaðiprótein
  • Husk
  • Magnesíum
  • Lárpera (avókadó)
  • Jarðarber
  • Bláber
  • Kókosmjólk
  • Hnetusmjör
  • Klakar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert