Hægeldaðar kalkúnabringur að hætti Húsó

Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu fjölskyldum sínum upp á hátíðarrétti í …
Nemendur í Hússtjórnarskólanum buðu fjölskyldum sínum upp á hátíðarrétti í aðdraganda jóla og þar var kalkúninn í aðalhlutverki. Samsett mynd

Senn líður að áramótum og þá er lag að matreiða dýrindis hátíðarkvöldverð sem er ekki of mikil fyrirhöfn og allir ráða við. Þá er lag að matreiða kalkúnabringur eins og þær gerast bestar. Eins og hefð er fyr­ir á mat­ar­vefn­um á laug­ar­dags­morgn­um eru birt­ar Húsó-upp­skrift­ir sem koma úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu sem við eig­um vona að sjá mikið á skján­um á nýju ári þegar ný þáttaröð hef­ur göngu sína. Þetta sjón­varpsþáttaröðin Húsó sem hef­ur göngu sína á Ný­árs­dag. 

Nemendur göldruðu fram hátíðarborð hlaðið kræsingum fyrir fjölskyldur sínar í …
Nemendur göldruðu fram hátíðarborð hlaðið kræsingum fyrir fjölskyldur sínar í aðdraganda jóla. mbl.is/Kristinn Magnússon
Einn hópurinn sá um framreiðsluna og hinn að vera í …
Einn hópurinn sá um framreiðsluna og hinn að vera í hlutverki gestgjafa með gestum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátíðarréttir nemenda í Húsó

Skólameistarinn Marta María Arnarsdóttir afhjúpar hér uppskriftunum að kalkúnabringunum og fyllingunni sem hafa slegið í gegn í Húsó í áranna rás sem nemendur buðu fjölskyldum sínum í aðdraganda jóla. Sannkallaðir hátíðarréttir Húsó. Með kalkúninum og sósunni bera nemendur fram sæta kartöflumús og waldorfssalat.

Kalkúnabringa borin fram með ljúffengri fyllingu, sætri kartöflumús og waldorfsalati.
Kalkúnabringa borin fram með ljúffengri fyllingu, sætri kartöflumús og waldorfsalati. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægeldaðar kalkúnabringur

  • 1-1,2 kg kalkúnabringa
  • 2 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 msk. salvía
  • 2 msk. kjúklingakrydd
  • 4 msk. smjör
  • 250 ml kjúklingasoð (soðið vatn + kjúklingateningur)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 90°C, á blæstri.
  2. Kryddið bringuna með salvíu, salti, pipar og kjúklingakryddi. Steikið kalkúnabringuna upp úr smjöri þar til hún er orðin gullinbrún, hellið smjörinu yfir bringuna á meðan hún er á pönnunni.
  3. Setjið bringuna á grind í ofnskúffu eða í eldfast mót og hellið kjúklingasoði í fati, það er gott að hella soðinu einu sinni til tvisvar yfir bringuna á meðan hún er í ofninum.
  4. Eldið við 90°C í eina og hálfa klukkustund eða þar til kjarnhitinn er orðinn 72°C.
  5. Mikilvægt að leyfa bringunni að hvíla í 10 – 15 mínútur áður en hún er borin fram.

Fylling

  • 100 g smjör
  • 1 stór laukur
  • 250 g sveppir
  • 2 gulrætur
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • 2 tsk. salvía
  • Örlítið rósmarín
  • ½-1 dl brauðmylsna

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Byrjið á því að bræða smjörið í potti.
  3. Saxið laukinn frekar smátt og látið krauma vel í smjörinu.
  4. Skerið sveppina smátt, rífið gulræturnar og setjið saman við laukinn, hitið í smá stund og hrærið vel í.
  5. Setjið rest af öllu hráefninu út í og látið krauma í stutta stund.
  6. Setjið síðan í eldfast mót og látið bakast í um það bil 30 mínútur.
  7. Berið fram með kalkúnabringunum og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert