Rauðkálið hennar ömmu Ellu á þrettándanum

Rauðkálið hennar ömmu Ellu er eitt af því sem Evu …
Rauðkálið hennar ömmu Ellu er eitt af því sem Evu Ýr Gunnarsdóttur finnst ómissandi að gera um hátíðirnar. Samsett mynd

Jólin eru ekki búin og fram undan um helgina, laugardaginn 6. janúar, er þrettándinn. Margar fjölskyldur gera sér glaðan dag á þrettándanum og snæða síðustu jólamáltíðina saman. Sumir galdra fram glæsileg hlaðborð þar sem jóla- og áramótaafgöngnum er raða upp og meðlæti með.

Eva Ýr Gunnarsdóttir „Sous Chef á veitingastaðnum Brút liggur á guðdómlega góðri uppskrift að rauðkáli sem er ómissandi með hátíðarkræsingum allan ársins hring. Það er líka einstaklega gott með afgöngunum af hátíðarmatnum eða kræsingunum sem boðið verður upp á þegar jólin verða kvödd um helgina.

Gaman er að geta þess að Eva Ýr er líka matreiðslubókarhöfundur og rauðkálsmyndin er einmitt úr bókinni sem ber heitið Les Mamas cusinent le monde og var gefin út af útgáfufyrirtækinu Hachette. 

Kostaði morðfjár að fá uppskriftina

Þessi uppskrift kemur fá henni Ellu ömmu minni. Hún og mamma kenndu mér að gera rauðkál um jólin. Ég man þegar ég var í námi erlendis og hringdi í ömmu til þess að hún gæti leiðbeint mér í gegnum símann hvernig ég ætti að gera heimalagað rauðkál. Það kostaði morðfjár en þegar rauðkálið var komið á borð þá fannst mér það þess virði. Þangað til að símareikningurinn kom auðvitað. Ella amma bjó allt til sjálf, enda átti hún 5 hungraða stráka sem komu í hádegismat á hverjum degi þangað til að þeir voru orðnir þrjátíu ára gamlir. Ég man vel eftir jólunum hjá ömmu og afa og 18 sortum af smákökum sem hún gerði. Einnig var laufabrauð, rauðkál, sviðasulta og romkúluís á boðstólum sem hún gerði á hverju ári. Hún er stærsta ástæðan fyrir því að ég er kokkur í dag. Hún kenndi mér er að hafa ástríðu fyrir mat og matargerð og að það besta sem maður gerir er að sýna öðrum kærleika með því að gefa þeim gott að borða,“ segir Eva Ýr.

Rauðkálið má geyma í skáp í allt að 12 mánuði

Eva Ýr opinberar hér uppskriftina að rauðkálinu sem á vel við alla ársins hring en það er líka upplagt að útbúa rauðkálið fyrir þrettánda og bjóða upp á veislumat þegar jólin eru kvödd næstu helgu. Rauðkálið er hægt að bera þetta fram strax eða setja í krukkur. Ef á að setja í krukkur þá þarf að sjóða krukkurnar og lokin í 10 mínútur, taka þær upp úr vatninu og setja á hreint viskastykki. Eftir það þá má fylla krukkurnar af rauðkáli og rauðkálsdjúsinu og skilja um það bil 0,5 til 1 cm eftir og loka með lokinu á meðan það er heitt. Til þess að kálið haldist gott má smella krukkunum aftur í heitt vatn, passa að lokið  vel lokað og sjóða í 15 mínútur. Þegar krukkurnar eru teknar upp úr þá eru þær settar á haus og þær látnar að kólna. Rauðkálið er hægt að geyma inni í skáp í 6 til 12 mánuði. Það er alltaf gott að eiga heimagert rauðkál inni í skáp svo hægt sé að grobba sig á því þegar fólk kemur í heimsókn,“ segir Eva Ýr að lokum. Hægt er að fylgjast með Evu á Instagram hér.

Rauðkálsmyndin er úr bókinni Les Mamas cusinent le monde og …
Rauðkálsmyndin er úr bókinni Les Mamas cusinent le monde og var gefin út af útgáfufyrirtækinu Hachette en þar sviptir Eva Ýr hulunni af uppskriftinni líka. Ljósmynd/Hachette

Rauðkálið hennar Ellu ömmu

 • 1 rauðkálshaus
 • 1 l eplasafi
 • 50 -60 ml eplaedik
 • 200 g sykur
 • 5 stk.  asstjörnur
 • 3 stk. kanilstangir
 • Vatn (eftir þörfum)

Aðferð:

 1. Byrjið á því að smella á ykkur hanska, það er ekki skemmtilegt að vera með fjólubláar hendur (ég tala af reynslu).
 2. Ver með  góðan hníf og sker hausinn í fjóra hluta.
 3. Nú byrjar ballið, það þarf að byrja á því að skera kálið frá mjóa endanum og halda fast í rótina, en það þarf að vera eins þunnt og hægt er til þess að kálið eldist jafnt.
 4. Ef þ byrjið á því að skera stórar rendur þá skulu þið taka smá pásu, fá ykkur kaffi og byrja aftur fersk. Þunnir strimlar eru málið.
 5. Þegar búið er að skera niður kálið er þetta langt komið á veg. Erfiðis vinnan búin og nú er komið að því að koma öllum í jólaskap með góðum ilm á heimilinu.
 6. Best er að nota stóran pott ekki troða því í minni pott og hugsa þetta reddast“.
 7. Við erum að elda ekta íslenskt rauðkál ekki að hjóla í vinnuna í snjóstormi. 
 8. Not stóran pott og setjið pottinn á miðlungshita og hellið eplasafanum, edikinu, sykri og kryddum í pottinn.
 9. Leyf þessu að hitna upp í 38-40°C hita og smell síðan rauðkálinu út í.
 10. Ég veit að það er freistandi að hræra strax í þessu en það gerist ekki mikið við það.
 11. Haldið í ykkur spenningnum og bíðið í nokkrar mínútur þar til að það er kominn upp hiti.
 12. Þá má byrja á því að taka kálið sem er neðst og og færa það efst og þannig blanda þessu vel saman.
 13. ðan er bara að bíða og leyfa þessu að krauma á eldavélinni.
 14. Hrærið vel í blöndunni af og til og leyf edikinu að gera sitt verk.
 15. Þetta tekur um það bil 45 mínútur til 1 klukkustund að komast í gott form og þá sjáið þið greinilega að kálið er orðið dökkt og flott.
 16. Þá er gott að smakka og athuga hvernig ykkur finnst.
 17. Þið getið bætt smá ediki eða sykri við eftir þörfum og smekk.
 18. Ef ykkur finnst vanta vökva þá megið þið bæta smá vatni við svo að þetta verði ekki of þurrt.
 19. Þegar bragðlaukarnir ykkar segja að þetta sé tilbúið megið þið taka kálið af.
 20. Berið fram með því sem ykkur langar til og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert