Fiskréttirnir sem slógu í gegn á liðnu ári

Fiskréttirnir sem skipa sex efstu sætin hjá lesendum Matarvefsins eru …
Fiskréttirnir sem skipa sex efstu sætin hjá lesendum Matarvefsins eru hver öðrum betri. Samsett mynd

Fiskur er herramannsmatur og hægt er að matreiða fisk á ýmsa vegu. Fiskurinn er góður heimilismatur og klassískir fiskréttir slá ávallt í gegn í bland við fiskrétti í hátíðarbúningi. Þessir fiskréttir eru sex efstu toppsætunum á liðnu ári, hver öðrum betri og enginn verður svikinn ef þessum réttum. 

Steiktur fiskur, ofnbakaður fiskur og fiskréttur með suðrænu ívafi

Á toppnum er steikti fiskurinn á gamla mátann, í öðru sæti er guðdómlega góður ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu sem kemur úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur matarbloggara og þriðja sætið skipar fiskréttur með suðrænu ívafi úr smiðju Ásu Regins matgæðings og eiganda veitingastaðarins Olifa - La Madre Pizza.

Klassískur steiktur fiskur í raspi nýtur ávallt hylli landsmanna.
Klassískur steiktur fiskur í raspi nýtur ávallt hylli landsmanna. Samsett mynd
Ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu er algjör bræðingur.
Ofnbakaður fiskur í rjómaostasósu er algjör bræðingur. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir
Ása Regins er snillingur að búa til suðræna sælkerarétti sem …
Ása Regins er snillingur að búa til suðræna sælkerarétti sem töfra bragðlaukana upp úr skónum, meira segja þegar hún býr til fiskrétti. Samsett mynd
Hér er kominn lax sem skyndibiti og spretturnar eru ómissandi …
Hér er kominn lax sem skyndibiti og spretturnar eru ómissandi með laxinum. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar
Hér er nýstárleg útgáfa af steiktum fiski með hvítlaukssmjöri.
Hér er nýstárleg útgáfa af steiktum fiski með hvítlaukssmjöri. Ljósmynd/María Gomez
Gamli góði plokkfiskurinn með rúgbrauði stendur ávallt fyrir sínu.
Gamli góði plokkfiskurinn með rúgbrauði stendur ávallt fyrir sínu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert