Uppáhaldsfiskréttur Ásu Regins með suðrænu ívafi

Ása Regins ljóstrar upp sínum uppáhaldsfiskrétti sem er með suðrænu …
Ása Regins ljóstrar upp sínum uppáhaldsfiskrétti sem er með suðrænu ívafi og allir geta gert. Samsett mynd

Hér er á ferðinni uppskrift að fiskrétti með suðrænu ívafi. Rétturinn er úr smiðju Ásu Regins en hún deildi uppskriftinni á Instagram á dögunum. Ása segir að þessi fiskréttur sé uppáhalds hjá sér. Þetta er sáraeinföld uppskrift sem allir geta gert og rétturinn er svo sannarlega með suðrænu ívafi og bragðast ómótstæðilega vel. Sjáið hvernig Ása lagar fiskréttinn á Instagram hér fyrir neðan.

Fiskréttur með suðrænu ívafi

Fyrir 4

  • 3 stk. þorskflök  (ca. 800 g)
  • 1-2 p litlir tómatar
  • 1 stk. laukur
  • 1 stk hvítlaukur
  • Fersk basilíka eftir smekk
  • Kapers eftir smekk
  • Ólífur eftir smekk
  • Ólífuolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrj á að skera tómatana í helminga og saxið laukana smátt.
  2. Hit vel af olíu á pönnu á vægum hita.
  3. Bætið við lauknum og hvítlauknum við ásamt tómötunum.
  4. Þrýst létt á tómatana til að fá safann úr þeim.
  5. Lok pönnunni og leyfið innihaldinu að malla.
  6. Þegar tómatarnir eru orðnir mjúkir bæt þið þorskflökunum á tómatbeðið ásamt kapers, ólífunum og basilíkunni.
  7. Setj lokið á og leyf öllu að bakast í rólegheitunum á vægum hita.
  8. Takið lokið af og aus safanum yfir fiskinn og þannig verður hann svo ómótstæðilega safaríkur og góður.
  9. Njótið.
View this post on Instagram

A post shared by Àsa Regins (@asaregins)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert