Vikumatseðillinn í boði Hildar Ómars af betri gerðinni

Hildur Ómars á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem …
Hildur Ómars á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er vegan vænn. Ljósmynd/Hildur

Hildur Ómars á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er vegan vænn. Allir réttirnir koma úr smiðju Hildar og gaman er að geta þess að Hildur er alin upp sem grænmetisæta og varð vegan á fullorðinsárum.

Hild­ur hef­ur ástríðu fyr­ir að út­búa góðan mat sem gleður augað sem og lík­amann. Hún er tveggja barna móðir, upp­skrifta­smiður og lærður um­hverf­is-og bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Hild­ur Ómars þar sem er að finna girni­leg­ar upp­skrift­ir og fróðleiksmola um mat. 

Börnin mín alast upp sem grænkerar

„Börnin mín alast upp sem grænkerar og mitt markmið hefur lengi verið að sýna gott fordæmi fyrir aðra foreldra um að börn geti svo sannarlega alist upp án dýraafurða,“ segir Hildur.

Hér gefur að líta matseðilinn fyrir vikuna sem er einstaklega girnilegur og á vel við þessa síðustu viku janúarmánaðar.

Mánudagur – Linsubaunasúpa Hildar

„Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart.“

Linsusúpan er ótrúleg einföld í gerð og bragðast ómótstæðilega vel.
Linsusúpan er ótrúleg einföld í gerð og bragðast ómótstæðilega vel. Ljósmynd/Hildur Ómars

Uppskrift hér.

Þriðjudagur – Hversdagslegt ofnbakað tófú

„Hversdagslegt tófú í ofni með kínóa og jógúrt dillsósu sem við fjölskyldan elskum að njóta.“

Ofnbakað tófú sem gleður líkama og sál.
Ofnbakað tófú sem gleður líkama og sál. Ljósmynd/Hidur Ómars

Uppskrift hér.

Miðvikudagur – Matarmikið salat með sólþurrkuðum tómötum

„Við fjölskyldan erum hrifin af því að borða matarmikil og góð salöt sem bragð er af. Hér er eitt salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu sem nýtur mikilla vinsælda.“

Salat með sólþurrkuðum tómötum og ólífum.
Salat með sólþurrkuðum tómötum og ólífum. Ljósmynd/Hildur Ómars

Uppskrift hér.

Fimmtudagur – Asískt salat með tófú 

„Fimmtudagskvöld eru góð salatkvöld og þá er lag að vera með asískt salat með tófú sem bragðast alveg dásamlega vel.“

Asískt salat með tófú og fleira góðgæti.
Asískt salat með tófú og fleira góðgæti. Ljósmynd/Hildur Ómars

 Uppskrift hér.

Föstudagur - Ofnbakað grænmeti með kínóasalati og heimagerðu pestó

„Okkur finnst ofnbakað grænmeti hreint sælgæti og föstudagar eru sparidagar. Við erum hrifin af þessum rétti og gerum hann oft. Þetta er grænmeti í ofni með kínóasalati og heimagerðu pestó.“

Ofnbakaða grænmeti með kínóasalati og heimagerðu pestó.
Ofnbakaða grænmeti með kínóasalati og heimagerðu pestó. Ljósmynd/Hildur Ómars

Uppskrift hér.

Laugardagur  Vegan burrito með grænmeti

„Laugardagsveislan er vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa.“

Vegan burrito með grænmeti úr smiðju Hildar.
Vegan burrito með grænmeti úr smiðju Hildar. Ljósmynd/Hildur Ómars

Uppskrift hér.

Sunnudagur – Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu

„Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu eru einstaklega góðar og þetta er góður sunnudagsréttur með indversku ívafi sem allir elska.“

Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu á indverska vísu.
Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu á indverska vísu. Ljósmynd/Hildur Ómars

Uppskrift hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert