Súkkulaðipróteinsjeik fyrir vandláta

Þessi súkkulaðipróteinsjeik hittir í mark.
Þessi súkkulaðipróteinsjeik hittir í mark. Ljósmynd/Unsplash

Þetta er æðislegur sjeik til að hefja daginn og líka fullkominn eftir góða æfingu. Hann er algjör orkubomba út í daginn og bragðgóður. Síðan er hægt að leika sér með þennan grunn og bæta við til að mynda chiafræjum eða hörfræjum út í. Grunninn fyrir þennan sjeik fann ég hjá í uppskriftabók Berglindar Sigmars uppskriftahöfundar og veitingahúseiganda sem ber heitið Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar sem stendur ávallt fyrir sínu.

Súkkulaðipróteinsjeik

  • 2-3 msk. hreint prótein að eigin vali
  • 2 tsk. lífrænt kakó
  • 3 tsk. lífrænt hnetusmjör
  • 2 dl mjólk, má vera hvaða mjólk sem er
  • 2 dl vatn
  • 1 banani
  • 3-4 klakar
  • chili á hnífsoddi eða cayennepipar, má sleppa en þeir sem líkar drykkir sem rífa í er þetta málið.

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.
  2. Hellið í hátt glas og skreytið að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert