Húsó-skinkuhornin sívinsælu

Húsó-skinkuhornin bragðast dásamleg vel og eru einstaklega falleg nýbökuð borin …
Húsó-skinkuhornin bragðast dásamleg vel og eru einstaklega falleg nýbökuð borin fram í brauðkörfu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mik­ill vin­sælda hjá les­end­um. Að þessu sinni er það uppskrift að Húsó-skinkuhornunum sívinsælu og Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans segir þau bragðast dásamlega vel. Jafnframt bætir hún við að skinkuhornin séu fullkomin til að eiga í frysti til að taka með sér í nesti eða til að bjóða upp á þegar óvænta gesti bera að gerði. Tekur stutta stund að hitta þau í ofni og bera þau fram ylvolg. Síðan passar líka vel að gefa grunnskólabörnunum skinkuhornin í nesti, taka þau út að morgni og stinga þeim í nestisboxið og þau verða búin að þiðna þegar fyrsti nestistími hefst.

Falleg og gullinbrún nýkomin úr ofninum.
Falleg og gullinbrún nýkomin úr ofninum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Húsó- skinkuhorn

  • 450 g hveiti
  • ¼ tsk. salt
  • 2 msk. sykur
  • 2 ½ tsk. ger
  • 2 ½ dl mjólk, ylvolg
  • 50 g smjör, brætt

Aðferð:

  1. Velgið mjólkina og bræðið smjörið.
  2. Blandið gerinu saman við og látið standa í nokkrar mínútur.
  3. Þurrefnin hnoðuð saman við.
  4. Látið deigið hefast á volgum stað í 20-30 mín.
  5. Skiptið deiginu í 4 bita, fletjið hvern bita út í kringlótta köku og skerið hana í átta geira með kleinuhjóli.

Fylling:

  • 130-150 g skinkumyrja
  • Um það bil 1 ½ dl skinkukurl

Aðferð:

  1. Blandið saman skinkuamyrju og skinkukurli og skiptið jafnt á hvern geira og rúllið upp frá breiðari endanum.
  2. Penslið með eggi og setjið fræ eða rifinn ost ofan á, gott að láta hornin hefast í 10-15 mínútur.
  3. Bakað í 10-12 mínútur við 180°C hita og blástur eða þangað til þau eru gyllt.
  4. Berið fram ylvolg eða frystið til eigu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert