Ebba Katrín laumaðist í mat í Húsó

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona og aðalpersónan í sjónvarpsþáttaröðinni Húsó laumaði …
Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona og aðalpersónan í sjónvarpsþáttaröðinni Húsó laumaði sér í mat í Húsó. Samsett mynd

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona laumaði sér í hádegismat í Hússtjórnarskólann, alla jafna kallaður Húsó, á dögunum á meðan hún var í myndatöku fyrir tímaritið Iceland review í nágrenninu.

Ebba Katrín fór með hlutverk Heklu í sjónvarpsþáttaröðinni Húsó sem sýnd var á RÚV í byrjun árs og naut mikillar vinsældar en aðalsögusvið þáttanna var Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.  Tökurnar fórum mest megnis fram í Húsó og aðalspersónan Hekla, sem Ebba Katrín leikur, hef­ur verið inn og út af meðferðar­stofn­un­um frá ung­lings­aldri. Þegar hún miss­ir for­ræði yfir dótt­ur sinni ger­ir hún til­raun til að halda sig á beinu braut­inni með því að skrá sig í Hús­stjórn­ar­skól­ann í Reykja­vík.

Alveg dolfallin þegar hún sá Ebbu Katrínu

Einn nemandinn við skólann, Hafdís Jónasdóttir, sem opnaðir dyrnar þegar Ebba Katrín barði á dyrum, varð alveg dolfallin þegar hún sá leikkonuna standa í dyragættinni og hrópaði upp fyrir sig: „Guð minn góður,“ og í öllu óðagotinu gleymdi Hafdís að bjóða henni inn og hljóp inn í eldhús og sagði öllum að Hekla sjálf væri mætt í Húsó. Henni lá svo mikið niðri fyrir að sjá leikkonuna mæta á svæðið enda horft á alla þættina með stjörnur í augunum.

Spjallið við nemendur um skólann

Ebbu Katrínu var síðan boðið inn og boðið til hádegisverðar með nemendum sem hún þáði með þökkum. „Hún spjallaði við nemendur um skólann, hvort það væri allt eins í alvörunni eins og í þáttunum. Hún sagði okkur jafnframt að hún væri búin að hekla peysu á sig eftir að tökum lauk og fékk að prufa sig áfram í prjóni. Hún ljóstraði því upp að hún hefði ekki prjónað mikið í tökunum sjálfum en í þáttunum voru ráðnir inn nokkrir aukaleikarar sem voru nýútskrifaðir nemendur úr Húsó sem voru nemendur veturinn 2022-2023 og það auðveldaði ferlið að kenna alvöru leikurum réttu handtökin og að gera hlutina eins nákvæmlega og unnt er,“ segir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans.

Ebba Katrín fékk að prufa sig áfram í prjóni með …
Ebba Katrín fékk að prufa sig áfram í prjóni með nemendunum í Húsó. Ljósmynd/Katrín Júlía Níelsdóttir

Engin dramatík í alvörunni

Ebba Katrín fékk sæti til borðs hliðina á Hafdísi, nemandanum sem opnaði fyrir henni, sem var einstaklega skemmtilegt. En föst sætaskipan er til borðs í skólanum og svo vildi til að laust var hliðina á Hafdís. „Það var virkilega gaman að spjalla við Ebbu Katrínu í alvörunni, hún er svo yndisleg og einlæg manneskja. Hún spurði einmitt hvort það væri allt eins í skólanum eins og þáttunum en við sögðum henni að það væri léttara yfirbragð hjá okkur, létt og skemmtilegt spjall og engin dramatík líkt og í Húsó þáttunum,“ segir Hafís með bros á vör. „Það var líka spjallaði um borðsiði en þáttunum var ekkert verið að fara yfir þá en í rauninni eru borðsiðir ávallt í fyrirrúmi í skólanum og fóru við nemendurnir yfir þá með Ebbu Katrínu.“

Ebba Katrín Finnsdóttir fékk sæti til borðs hliðina á Hafdísi …
Ebba Katrín Finnsdóttir fékk sæti til borðs hliðina á Hafdísi Jónasdóttur sem opnaði dyrnar fyrir henni þegar hún mætti. Ljósmynd/Katrín Júlía Níelsdóttir

Ofnbakaður fiskur og kakósúpa

Aðspurð sagði Marta María að Ebbu Katrínu hafi verið boðið upp á ofnbakaðan fisk í rjómaostasósu ásamt hýðishrísgrjónum og fersku salati og í eftirrétt kakósúpu. „Uppskriftirnar okkar úr eldhúsinu í Húsó hafa verið að birtast á matarvef mbl.is á laugardagsmorgnum í vetur og meðal annars uppskriftin að kakósúpunni sem hefur notið mikilla vinsælda,“ segir Marta María. Mikil ánægja var meðal nemenda og starfsfólks að fá Ebbu Katrínu í mat og mikið rædd um Húsó-þættina og skólann eins og hann er í raunveruleikanum.

Ebba Katrín ásamt skólameistaranum og starfsteyminu í Hússtjórnarskólanum, Marta María …
Ebba Katrín ásamt skólameistaranum og starfsteyminu í Hússtjórnarskólanum, Marta María Arnarsdóttir, Katrín Jóhannsdóttir textílkennari, Guðrún Sigurgeirsdóttir matreiðslukennari, Edda Guðmundsdóttir handavinnukennari og Ebba Katrín Finnsdóttir. Ljósmynd/Katrín Júlía Níelsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert