Páskasmákökur fyrir vandláta

Girnilega páskasmákökur fyrir súkkulaðiunnendur.
Girnilega páskasmákökur fyrir súkkulaðiunnendur. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessar eru æði og koma úr smiðju Guðrúnar Ýrar Eðvaldsdóttur hjá Döðlur og smjör. Kökurnar eru fullar af mini eggjunum og eru líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páskabaksturinn, skemmtilegt að gera börnum og Guðrúnu finnst frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

Páskasmákökur

Grunnur

  • 12 stykki
  • 12 tsk. Nusica súkkulaðismjör

Aðferð:

  1. Byrjið á því að taka til bökunarpappír, gott er að hafa bretti undir og setja eina teskeið af súkkulaðismjöri á bökunarpappírinn og svo bara 11 stykki í viðbót.
  2. Setjið inn frysti og leyfið að vera þar þangað til að deigið er tilbúið.

Deigið

  • 100 g smjör
  • 120 g púðursykur
  • 50 g sykur
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 140 g hveiti
  • ¼ tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 160 g Mini eggs (2 pokar)

Aðferð:

  1. Þeytið létt saman smjör, púðursykur og sykur.
  2. Bætið egginu og vanilludropum saman við og hrærið í 1-2 mínútur.
  3. Mælið þurrefnin og hellið saman við deigið og hrærið þangað til að allt er orðið samlagað.
  4. Skerið súkkulaði eggin í grófa bita.
  5. Blandið því saman við með sleikju, gott er að skilja smá eftir til að setja á kökurnar áður en þær fara inn í ofn.
  6. Til að fá kökurnar jafnar er gott að vigta þær, þannig að hver kaka er 40-50 g, þá fáið þið 12 kökur.
  7. Notið matskeið eða skömmtunarskeið til að mæla kökurnar.
  8. Rúllið þeim í kúlu og fletjið þær síðan aðeins með lófanum og setjið einn dropa af súkkulaðismjöri i miðjuna.
  9. Lokið svo deiginu þannig að glitti ekkert súkkulaðismjörið. Setjið kökurnar á bretti og inn í ísskáp í 30 mínútur.
  10. Stillið ofninn á 180°C hita.
  11. Veltið einni hlið af kökunum upp úr auka súkkulaðinu.
  12. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, takið hverja köku og og setjið á plötuna.
  13. Sex kökur á hverja plötu með góðu millibili.
  14. Bakið í 11 mínútur.
  15. Endurtakið með seinni sex, leyfið kökunum að kólna.
  16. Berið fram og njótið með því sem ykkur þykir best.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert