Amma Don sigursæl í Köben

Leó Snæfeld yfirbarþjónn tekur á móti gestum á Ömmu Don. …
Leó Snæfeld yfirbarþjónn tekur á móti gestum á Ömmu Don. Hann var valinn besti barþjónninn, annað árið í röð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kokteilbarinn Amma Don, sem rekinn er samhliða hinum leyndardómsfulla veitingastað Óx við Laugaveg, sópaði að sér verðlaunum á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í 14. sinn í Kaupmannahöfn á dögunum. Amma Don var valinn besti kokteilbarinn, besti nýi kokteilbarinn og þar þótti vera besta andrúmsloftið. Auk þess var Leó Snæfeld Jónsson valinn besti barþjónninn, annað árið í röð.

Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í þessari virtu norrænu barþjónakeppni. Stór dómnefnd veitingamanna í hverju landi tilnefnir þá sem þykja hafa skarað fram úr í veitingabransanum á síðasta ári.

Aðrir verðlaunahafar voru Oto sem valinn var besti veitingastaðurinn, besti „signature“-kokteillinn var 3 Citrus Gimlet á Skál og Jungle fékk verðlaun í flokknum val fólksins. David Hood á Kjarval var verðlaunaður sem rísandi stjarna og Jónas Heiðarr fyrir störf að framþróun bransans. Þá þótti besta andrúmsloftið vera á Bingo. 

Fréttin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert