Þessi sósa getur ekki klikkað

Kóríandersósa sem getur ekki klikkað, bragðbomba sem passar með nánast …
Kóríandersósa sem getur ekki klikkað, bragðbomba sem passar með nánast öllu. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi kóríandersósa er í miklu uppáhaldi hjá mér og hægt er að para sósuna með næstum öllu sem hugurinn girnist. Hér er á ferðinni kóríandersósan að bestu gerð.

Hún er fullkomin með hvers kyns salötum,  fiskréttum, falafel, kjúklingi, mexíkóskum mat, grænmetisréttum og fullkomin í taco og fajtasrétti. Síðan er hún frábær með grilluðum mat. Til að mynda prófaði ég sósuna með túnfisksteik, algjört sælgæti að njóta og líka með nautalundinni. Í þessari sósu eru engar mjólkurvörur né olíur, hún er glúten- og sykurlaus og án soja. Þessi sósa getur ekki klikkað.

Sósan passar vel með mexíkóskum réttum eins og taco og …
Sósan passar vel með mexíkóskum réttum eins og taco og fatjas. Ljósmynd/Sjöfn

Kóríandersósa Sjafnar

 • ¾ bolli kasjúhnetur (lífrænar enn betra)
 • ½ bolli ferskt kóríander
 • 1 stk. hvítlaukur, marinn (þessi í körfunum)
 • ½ bolli vatn,  má setja meira ef þurfa þykir
 • 3 msk. ferskur límónusafi, nýkreistur úr límónu
 • 2 -3 msk. avókadó
 • ½ tsk. sjávarsalt
 • ½ tsk. hvítlauksduft

Aðferð:

 1. Byrjið á því að setja kasjúhneturnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þær. Passið að vatnið nái yfir allar hneturnar.
 2. Látið liggja í vatninu í klukkutíma eða í volgu vatni yfir nótt.
 3. Hreinsið hneturnar og hellið vatninu af.
 4. Bætið svo öllu hnetunum og öðru hráefni í blandara.
 5. Blandið mjög vel þannig að sósan fái falleg áferð.
 6. Ef hneturnar eru ekki að blandast nógu vel saman að ykkar smekk þá má bæta örlitlu af vatni saman við. Sósan á verða falleg græn á lítinn og mjúkri áferð.
 7. Berið kóríandersósuna fram í fallegri skál eða kokteilglasi og skreytið með kóríanderblöðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert